Velkomin á nýju heimasíðuna okkar


Berglind Jóhannsdóttir, tannlæknir og sérfræðingur í tannréttingum, hefur starfrækt tannlæknastofu sína frá árinu 1995. Á stofunni sinnir hún eingöngu sérgrein sinni, tannréttingum. Hjá Berglind er fagmennska í fyrirrúmi, og þar er veitt besta þjónusta í tannréttingum sem völ er á.
Hver sjúklingur fær persónulega og einstaka þjónustu, sérsniðna að hans/hennar þörfum.

útskrifaðist sem tannlæknir frá tannlæknadeild Háskóla Íslands árið 1989. Sérnám í tannréttingum stundaði Berglind á árunum 1992 – 1995 við Háskólann í Bergen, Noregi. Hún fékk sérfræðiréttindi í Noregi árið 1995 og á Íslandi árið 1996.

Stofan er opin:

Mánudaga - fimmtudaga

08:00 - 16:00

Föstudaga

08:00 - 14:00

Við fyrstu skoðun er skoðað tennur og bit. Oft þarf að taka röntgenmyndir til frekari greiningar t.d. kjálkabreiðmynd, sem er yfirlitsmynd af kjálkum og tönnum. 

Hvernig greiðir maður fyrir meðferð í
tannréttingum ? Hægt er að dreifa greiðslubyrgðinni með því að gera jafngreiðslusamning fyrir allri meðferðinni. 

Hinar hefðbundnu spangir eru samansettar úr kubbum sem límdir eru á framhlið tanna, og vír sem festur er á kubbana og réttir tennurnar. Stálspangir eru algengastar en einnig er hægt að fá glærar spangir sem sjást mun minna.

Þegar búið er að fjarlægja spangirnar eru aftur tekin gögn s.k. lokagögn. Þessi tími er um 3 mánuðum eftir að spangirnar eru fjarlægðar en getur verið fyrr.

Ísafjörður